Hoppa yfir valmynd
Kærunefnd jafnréttismála

Mál nr. 9/2023 - Úrskurður

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála

 

 

A

gegn

S.Á.Á. sjúkrastofnunum

 

Brottrekstur úr meðferð. Frávísun.

Kærandi kærði þá ákvörðun sjúkrahússins Vogs að vísa honum fyrirvaralaust úr meðferð. Taldi kærandi að um væri að ræða mismunun á grundvelli sjúkdóms. Var málinu vísað frá nefndinni þar sem það féll utan valdsviðs hennar.

Á fundi kærunefndar jafnréttismála hinn 27. júlí 2023 er tekið fyrir mál nr. 9/2023 og kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:

  1. Með kæru, dags. 11. júní 2023, kærði A þá ákvörðun sjúkrahússins Vogs að vísa honum fyrirvaralaust úr meðferð fyrir að brjóta reglur sem honum höfðu ekki verið kynntar. Hafði hann verið á sjúkrahúsinu í þrjá daga áður honum var vísað burt. Kærandi telur að um hafi verið að ræða mismunun á grundvelli sjúkdóms en að einstaklingur með hjartasjúkdóm myndi ekki fá slíka meðferð.

     

    NIÐURSTAÐA

  2. Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 85/2018, um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, kemur fram að lögin gildi um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnu­markaðar, óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Í 2. gr. sömu laga kemur fram að markmið laganna sé að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar, óháð þeim þáttum sem um geti í 1. mgr. 1. gr.
  3. Samkvæmt framangreindu fellur mismunun á grundvelli einstakra sjúkdóma ekki undir ákvæði laganna. Í samræmi við það fellur málið utan valdsviðs kærunefndar jafnréttismála. Þegar af þeirri ástæðu er málinu vísað frá nefndinni.

Ú r s k u r ð a r o r ð

Máli þessu er vísað frá kærunefnd jafnréttismála.

 

Kristín Benediktsdóttir

 

Anna Tryggvadóttir

 

Ari Karlsson


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum